Ventura hættur með ítalska landsliðið

Mynd: NordicPhotos/Getty

Gian Piero Ventura er hættur sem þjálfari ítalska karlalandsliðsins í knattspyrnu en þetta kemur í kjölfar þess að liðinu mistókst að komast á HM í Rússlandi.

Ítalía var með Spánverjum í riðli í undankeppninni og þurfti því að sætta sig við annað sæti riðilsins og mætti því Svíum í umspili í tveimur leikjum.

Svíar unnu fyrri leikinn 1-0 og gerðu svo markalaust jafntefli í þeim síðari í gær en Ventura klikkaði á leikskipulagi ítalska liðsins.

Ítalski þjálfarinn sagði af sér um leið og flautað var til leiksloka og ítalska liðið því án þjálfara sem stendur.

Carlo Ancelotti hefur verið orðaður við stöðuna.

Deila