Undankeppni HM 2018 | Formaðurinn og flugstjórinn eru bjartsýnir

Ísland mætir Tyrklandi í mikilvægum leik í undankeppni HM í knattspyrnu í Eskisehir í Tyrklandi í kvöld. Valtýr Björn Valtýsson er á staðnum og í flugvélinni á leið til Tyrklands hitti hann tvo heiðursmenn; Guðna Bergsson formann KSÍ og flugstjórann Baldur Bjarnason, en þeir eiga það sameiginlegt að hafa í sína tíð verið hinir ágætustu knattspyrnumenn.


Deila