UEFA | Meistaradeild og Evrópudeild | Breytingar tilkynntar

Mynd: NordicPhotos/Getty

UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur tilkynnt um breytingar sem verða á Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni. Breytingar eru margvíslegar og sú fyrsta er að fjórar þjóðir verða með fjögur lið sem fara beint riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Þessar þjóðir eru; England, Ítalía, Þýskaland og Spánn. Þessi tilkynning kom fyrir yfirstandandi leiktíð og í dag komu fleiri breytingar.
1. Fjórða skipting verður leyfð í leikjum sem fara í framlengingu.
2. Í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, úrslitaleik Evrópudeildar og Super Cup, verða leyfðir 12 varamenn eða leikmannahópur uppá 23 leikmenn. Þetta viðgengst í Serie A á Ítalíu í dag.
3. Leiktiminn hefur ávallt verið 19.45 en breytist í klukkan 20.00. Þetta á við leiki í umspili, riðlakeppni, 16-liða úrslitum, 8-liða úrslitum, undanúrslitum og úrslitaleiknum. Þó verða einnig leikir í riðlakeppninni sem byrja klukkan 17.55, tveir leikir á þriðjudegi og tveir á miðvikudegi.
Þessar breytingar eru umtalsverðar og ljóst að þær eru gerðar vegna fjölgunar beinna útsendinga í sjónvarpi.

Deila