UEFA Meistaradeild | Liverpool ruslaði inn mörkum gegn Spartak | Sevilla komst áfram | Leipzig situr eftir

Mynd: NordicPhotos/Getty

Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu lauk í kvöld, en þá fór fram lokaumferð fjögurra riðla. Liverpool, sem átti tölfræðilega en langsótta hættu á að missa af sæti í 16-liða úrslitum, rúllaði yfir Spartak frá Moskvu 7-0, þar sem Philippe Coutinho skoraði þrennu. Sevilla fylgir Liverpool upp úr E-riðli eftir jafntefli gegn Maribor á útivelli. Shaktar Donetsk gulltryggði sig áfram með sigri á Manchester City, en Pep Guardiola notaði tækifærið í kvöld og leyfði minni spámönnum og bekkjarfélögum að spreyta sig. RB Leipzig komst ekki áfram úr G-riðli, tapaði í kvöld fyrir Besiktas sem vann riðilinn og fer áfram ásamt Porto. Lokaumferð H-riðils var gersneydd allri spennu, Tottenham og Real Madrid rúlluðu riðlinum upp og unnu bæði í kvöld. Dortmund hlaut tvö og aðeins tvö stig í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, sem hljóta að teljast tíðindi til næsta bæjar.

E-riðill:
Liverpool 7-0 Spartak Moskva
1-0 Philippe Coutinho (vsp) 4.mín.
2-0 Philippe Coutinho 15.mín.
3-0 Roberto Firmino 19.mín.
4-0 Sadio Mané 47.mín.
5-0 Philippe Coutinho 50.mín.
6-0 Sadio Mané 76.mín.
7-0 Mohamed Salah 86.mín.
Maribor 1-1 Sevilla
1-0 Tavares 10.mín.
1-1 Paulo Ganso 76.mín.
Liverpool 12 stig, Sevilla 9 stig, Sp.Moskva 6 stig, Maribor 3 stig

F-riðill:
Feyenoord 2-1 Napoli
0-1 Piotr Zielinski 2.mín.
1-1 Nicolai Jörgensen 33.mín.
2-1 Jerry St.Juste 90.mín.
Tonny Vilhena (F) – rautt á 83.mín.
Shakhtar Donetsk 2-1 Man.City
1-0 Bernard 26.mín.
2-0 Ismaily 32.mín.
2-1 Sergio Aguero 90.mín.
Man.City 15 stig, Sh.Donetsk 12 stig, Napoli 6 stig, Feyenoord 3 stig

G-riðill:
FC Porto 5-2 Monaco
1-0 Vincent Aboubakar 9.mín.
2-0 Vincent Aboubakar 33.mín.
3-0 Yacine Brahimi 45.mín.
3-1 Kamil Glik 61.mín.
4-1 Alex Telles 65.mín.
4-2 Radamel Falcao 78.mín.
5-2 Tiquinho 88.mín.
Felipe (P) – rautt á 38.mín.
Rachid Ghezzal (M) – rautt á 38.mín.
RB Leipzig 1-2 Besiktas
0-1 Alvaro Negredo 10.mín.
1-1 Naby Keita 87.mín.
1-2 Anderson Talisca 90.mín.
Stefan Ilsanker (L) – rautt á 82.mín.
Besiktas 14 stig, Porto 10 stig, RB Leipzig 7 stig, Monaco 2 stig

H-riðill:
Real Madrid 3-2 Bor.Dortmund
1-0 Borja Mayoral 8.mín.
2-0 Cristiano Ronaldo 12.mín.
2-1 Pierre-Emerick Aubameyang 43.mín.
2-2 Pierre-Emerick Aubameyang 49.mín.
3-2 Lucas Vazquez 81.mín.
Tottenham – APOEL
1-0 Fernando Llorente 20.mín.
2-0 Heung-Min Son 37.mín.
3-0 Georges N´Koudou 80.mín.
Tottenham 16 stig, Real Madrid 13 stig, Dortmund 2 stig, APOEL 2 stig

Deila