UEFA Meistaradeild | Liverpool kastaði frá sér sigri | Napoli eygir möguleika | City og Spurs á flugi

Mynd: NordicPhotos/Getty

Leikmenn enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool naga sig væntanlega í handarbökin eftir leik sinn gegn Sevilla í Meistaradeild Evrópu í kvöld; Liverpool komst í 3-0 á fyrsta hálftímanum og hafði tögl og haldir, en heimamenn í Sevilla neituðu að gefast upp og jöfnuðu metin, 3-3, í uppbótartíma. Napoli eygir möguleika á að komast áfram eftir sannfærandi sigur á Shakhtar Donetsk, 3-0, og Manchester City beið fram á síðustu stundu með að tryggja sér sigur gegn Feyenoord, 1-0, og halda sigurgöngu sinni áfram. Tottenham hafði betur gegn Dortmund á útivelli 2-1 og bókaði sig inn í næstu umferð ásamt Real Madrid, sem kjöldró APOEL 6-0.

E-riðill:
Spartak Moskva 1-1 Maribor
1-0 Zé Luis 82.mín.
1-1 Jasmin Mesanovic 90.mín.
Sevilla 3-3 Liverpool
0-1 Roberto Firmino 2.mín.
0-2 Sadio Mané 22.mín.
0-3 Roberto Firmino 30.mín.
1-3 Wissam Ben Yedder 51.mín.
2-3 Wissam Ben Yedder (vsp) 60.mín.
3-3 Guido Pizarro 90.mín.
Liverpool 9 stig, Sevilla 8 stig, Spartak Moskva 6 stig, Maribor 2 stig.
F-riðill:
Man.City 1-0 Feyenoord
1-0 Raheem Sterling 89.mín.
Napoli 3-0 Shakhtar Donetsk
1-0 Lorenzo Insigne 56.mín.
2-0 Piotr Zielinski 81.mín.
3-0 Dries Mertens 83.mín.
Man.City 15 stig, Shakhtar Donetsk 9 stig, Napoli 6 stig, Feyenoord 0 stig.
G-riðill:
Besiktas 1-1 Porto
0-1 Felipe 29.mín.
1-1 Anderson Talisca 41.mín.
Monaco 1-4 RB Leipzig
0-1 Jemerson (sjm) 6.mín.
0-2 Timo Werner 9.mín.
0-3 Timo Werner 31.mín.
1-3 Radamel Falcao 43.mín.
1-4 Naby Keita 45.mín.
Besiktas 11 stig, Porto 7 stig, RB Leipzig 7 stig, Monaco 2 stig.
H-riðill:
APOEL 0-6 Real Madrid
0-1 Luka Modric 23.mín.
0-2 Karim Benzema 39.mín.
0-3 Nacho Fernandez 41.mín.
0-4 Karim Benzema 45.mín.
0-5 Cristiano Ronaldo 49.mín.
0-6 Cristiano Ronaldo 54.mín.
Dortmund 1-2 Tottenham
1-0 Pierre-Emerick Aubameyang 31.mín.
1-1 Harry Kane 49.mín.
1-2 Heung-Min Son 76.mín.
Tottenham 13 stig, Real Madrid 10 stig, Dortmund 2 stig, APOEL 2 stig.

Deila