UEFA Meistaradeild kvenna | Stjarnan rúllaði yfir Rossiyanka

Stjarnan er komin í 16-liða úrslit Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu í fyrsta sinn eftir glæsilegan útisigur á rússneska liðinu Rossiyanka 4-0 í síðari leik liðanna í 32-liða úrslitum keppninnar. Stjarnan vann samanlagt 5-1.

Fyrri leik liðanna, sem fram fór á Samsung-vellinum í Garðabæ í síðustu viku, lauk með jafntefli, 1-1, og í þeim leik mátti sjá ýmis merki þess að Stjarnan hefur á að skipa sterkara liði en Russiyanka. Færanýting Garðbæinga var hins vegar ekkert til að hrópa húrra fyrir, saga sumarsins í stuttu máli, en hún flæktist lítið fyrir Stjörnustúlkum í dag. Glæsilegur og sannfærandi sigur sem markar tímamót.
Dregið verður í 16-liða úrslit Meistaradeildar kvenna næstkomandi mánudag, 16.október, og þá verða að öllum líkindum í pottinum, auk Stjörnunnar, lið á borð við Evrópumeistara Lyon, Wolfsburg og Barcelona.

Leikskýrsluna má finna hér.

Deila