UEFA Meistaradeild kvenna | Mörkin úr leik Rossiyanka og Stjörnunnar | Myndband

Stjarnan vann afar sannfærandi útisigur á rússneska liðinu Rossiyanka í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í gær 4-0 og vann því rimmu liðanna 5-1 samanlagt. Stúlkurnar úr Garðabæ brutu þar með blað í íslenskri knattspyrnusögu, en þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt félagslið kemst í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Hér að neðan má sjá mörkin fjögur sem Stjarnan skoraði á Khimki-vellinum í gær.

Deila