UEFA Meistaradeild kvenna | Markalaust í Prag | Stjarnan er úr leik

Stjarnan og Slavia Prag gerðu í dag markalaust jafntefli í síðari leik sínum í 16-liða úrslitum Meistaradeild kvenna í knattspyrnu, en leikurinn fór fram á Eden Arena í Prag. Slavia Prag vann fyrri leikinn, sem fram fór á Samsung-vellinum í Garðabæ, með tveimur mörkum gegn einu og hefur því tryggt sér sætí í átta liða úrslitum keppninnar.

Stjörnustúlkur geta þrátt fyrir vonbrigði dagsins gengið stoltar frá borði, en þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt félagslið kemst í 16-liða úrslit Meistaradeildar í knattspyrnu.

Deila