UEFA Meistaradeild kvenna | Liðin sem komin eru áfram

Stjarnan tryggði sér sem kunnugt er sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í gær með glæsilegum útisigri á rússneska liðinu Rossiyanka, 4-0 og þar með 5-1 samanlagt, og varð þar með fyrst íslenskra félagsliða til að komast á þetta stig Meistaradeildar. Fjórtán lið eru komin áfram, tvö til viðbótar bætast í hópinn í kvöld og óhætt er að segja að Stjörnustúlkna bíði verðugt verkefni í 16-liða úrslitunum.

Evrópumeistara Lyon eru komnir áfram eftir öruggan sigur á Medyk Konin 14-0, Wolfsburg vann Atlético Madrid 12-2 samanlagt og Barcelona hafði betur gegn Avaldsnes 6-0. Sparta Prag er komið áfram eftir sigur á PAOK 8-0 og Lilleström vann Bröndby 3-1, Montpellier hafði betur gegn Zvevda 2005 2-1 og Linköping sló út Apollon 4-0. Slavia Prag vann Minsk 7-4, Rosengård hafði betur gegn Olimpia Cluj 5-0, Chelsea komst áfram á útimarki gegn Bayern en samanlögð úrslit leikjanna tveggja urðu 2-2, Gintra lagði Zürich 3-2, Fiorentina sló út Fortuna 2-1 og loks hafði Brescia betur gegn Ajax 2-1.
Tvö lið til viðbótar bætast í hópinn í kvöld; Manchester City stendur vel að vígi gegn St.Pölten eftir að hafa unnið fyrri leikinn 3-0 og BIIK-Kazygurt er í sömu sporum fyrir síðari leik sinn gegn Glasgow City.

Deila