UEFA | Meistaradeild karla | Þjálfari Sevilla með krabbamein

Mynd: NordicPhotos/Getty

Sevilla og Liverpool mættust í gærkvöldi í Meistaradeildinni í fótobolta og var leikið í Sevilla. Liverpool var 3-0 yfir í hálfleik en Sevilla átti ótrúlega endurkomu í seinni hálfleik og jafnaði 3-3 sem urðu lokatölur.
Fljótlega eftir leik fóru að berast fréttir af ótrúlegri ræðu Eduardo Berizzo þjálfara Sevilla í hálfleik í gær. Hann tilkynnti þar leikmönnum sínum að hann væri með krabbamein í blöðruhálfskirtli. Berizzo, sem er frá Argentínu, er 48 ára gamall og í tilkynningu frá félaginu er þetta staðfest og Berizzo óskað skjóts bata en ekki hefur verið tekin ákvörðun um framhaldið hjá Eduardo Berizzo.
Hann tók við Sevilla síðastliðið sumar en hafði áður verið þrjú ár hjá Celta Vigo.
Á myndinni sem fylgir þessari frétt sést þegar leikmenn Sevilla hópuðust að þjálfara sínum eftir að hafa jafnað í uppbótartíma í gærkvöldi gegn Liverpool.

Deila