UEFA Meistaradeild Evrópu | Salah byrjar gegn Roma

Mohamed Salah

Roma og Liverpool eigast við í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu en leikið er á Ólympíuleikvanginum í Róm.

Mohamed Salah er auðvitað í liði Liverpool en hann gekk til liðs við félagið frá Roma fyrir tímabilið.

Salah hefur verið magnaður en hann byrjar ásamt Sadio Mane og Roberto Firmino. Hér fyrir neðan má sjá byrjunarliðin.

Roma: Alisson; Florenzi, Manolas, Fazio, Kolarov; Pellegrini, De Rossi, Nainggolan; Schick, Dzeko, El Shaarawy.

Liverpool: Karius; Alexander-Arnold, Lovren, Van Dijk, Robertson; Wijnaldum, Henderson, Milner; Salah, Firmino, Mané

Deila