UEFA Meistaradeild Evrópu | Real Madrid skoraði tvö á Allianz-leikvanginum

Mynd: GettyImages/NordicPhotos

Real Madrid vann Bayern München 2:1 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld en leikurinn fór fram á Allianz-leikvanginum í München.

Leikurinn var afar skemmtilegur fyrir augað en ljóst var að bæði lið vildu ná í mörk í byrjun leiksins. Joshua Kimmich kom Bayern yfir eftir sendingu James Rodriguez, sem er á láni hjá Bayern frá Real Madrid.

Brasilíski bakvörðuinn Marcelo jafnaði metin með skoti við vítateigslínuna áður en Marco Asensio tryggði sigurinn í síðari hálfleik. Lokatölur 2:1 fyrir Real Madrid sem fer með þægilegt veganesti í síðari leikinn sem fer fram á Santiago Bernabeu í Madríd.

Úrslit og markaskorarar:

Bayern München 1:2 Real Madrid
1-0 Joshua Kimmich 28. mínúta
1-1 Marcelo 44. mínúta
1-2 Marco Asensio 57. mínúta

Deila