UEFA Meistaradeild Evrópu | Man.United tapaði í Basel | PSG setti met | Chelsea og Barcelona örugg áfram

Mynd: NordicPhotos/Getty

Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United tapaði í kvöld fyrir Basel 0-1 í fimmtu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu og mistókst þar með að gulltryggja sæti sitt í 16-liða úrslitum keppninnar. Sigurinn var Basel afar dýrmætur, liðið mætir stigalausu liði Benfica í lokaumferðinni og á góða möguleika á að komast áfram. Man.United mætir CSKA á heimavelli í lokaumferðinni og vann fyrri leik liðanna í Moskvu 4-1. Verði lið jöfn að stigum er fyrst litið til stigasöfnunar í innbyrðisviðureignum, sem CSKA getur jafnað á móti Man.United, og þá kemur til markatölu í þessum innbyrðisviðureignum.
Paris St.Germain er með fullt hús stiga í B-riðli eftir sigur á Celtic 7-1 og Bayern fylgir Parísarliðinu inn í 16-liða úrslitin, vann Anderlecht í kvöld 2-1 og hefur 12 stig í öðru sæti.
Chelsea er öruggt um að komast áfram úr C-riðli eftir sigur á Qarabag í kvöld 4-0, en Atlético Madrid kveikti von um að fylgja Chelsea með sigri á Roma, 2-0. Roma stendur þó ágætlega að vígi, hefur tveggja stiga forystu á Madridinga og mætir Qarabag í síðustu umferðinni.
Barcelona tryggði sér efsta sætið í D-riðli með markalausu jafntefli gegn Juventus. Juve hefur fyrir lokaumferðina eins stigs forystu á Sporting, sem vann Olympiakos 3-1. Sporting heimsækir Barcelona í lokaumferðinni og Juventus sækir Olympiakos heim.

A-riðill:
CSKA 2-0 Benfica
1-0 Georgi Shchennikov 13.mín.
2-0 Jardel (sjm) 56.mín.
Basel 1-0 Man.United
1-0 Michael Lang 89.mín.
Man.United 12 stig, Basel 9 stig, CSKA 9 stig, Benfica 0 stig.

B-riðill:
Anderlecht 1-2 Bayern
0-1 Robert Lewandowski 51.mín.
1-1 Sofiane Hanni 63.mín.
1-2 Corentin Tolisso 77.mín.
Paris St.Germain 7-1 Celtic
0-1 Moussa Dembélé 1.mín.
1-1 Neymar 9.mín.
2-1 Neymar 21.mín.
3-1 Édinson Cavani 28.mín.
4-1 Kylian Mbappé 35.mín.
5-1 Marco Verratti 75.mín.
6-1 Édinson Cavani 79.mín.
7-1 Daniel Alves 80.mín.
Paris St.Germain 15 stig, Bayern 12 stig, Celtic 3 stig, Anderlecht 0 stig.

C-riðill:
Qarabag 0-4 Chelsea
0-1 Eden Hazard 21.mín.
0-2 Willian 36.mín.
0-3 Cesc Fabregas 73.mín.
0-4 Willian 85.mín.
Rashad Farhad Sadygov (Q) – rautt á 19.mín.
Atl.Madrid 2-0 Roma
1-0 Antoine Griezmann 69.mín.
2-0 Kevin Gameiro 85.mín.
Bruno Peres (R) – rautt á 83.mín.
Chelsea 10 stig, Roma 8 stig, Atl.Madrid 6 stig, Qarabag 2 stig.

D-riðill:
Juventus 0-0 Barcelona
Sporting 3-1 Olympiakos
1-0 Bas Dost 40.mín.
2-0 Bruno César 43.mín.
3-0 Bas Dost 66.mín.
3-1 Vadis Odjidja-Ofoe 86.mín.
Barcelona 11 stig, Juventus 8 stig, Sporting 7 stig, Olympiakos 1 stig.

Deila