UEFA Meistaradeild Evrópu | Liverpool í úrslit eftir markaveislu í Róm

Mynd: NordicPhotos/Getty

Það er ljóst hvaða lið mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu en Liverpool mætir Real Madrid eftir að liðið komst áfram eftir 7:6 samanlagðan sigur á Roma í kvöld.

Sadio Mane kom Liverpool yfir í byrjun leiks áður en James Milner varð fyrir því óláni að koma boltanum í eigið net eftir misheppnaða hreinsun frá Dejan Lovren. Georginio Wijnaldum kom Liverpool aftur yfir og tölur í hálfleik því 2:1 fyrir Liverpool sem vann fyrri leikinn 5:2 á Anfield.

Í þeim síðari tók Roma við sér. Edin Dzeko jafnaði leikinn áður en Radja Nainggolan kom Roma yfir. Roma fékk vítaspyrnu undir lok leiks og skoraði Nainggolan úr henni en það var of seint. Lokatölur 4:2 og Liverpool því í úrslit, samanlagt 7:6.

Þetta er í fyrsta sinn sem Liverpool fer í úrslit frá árinu 2007 en liðið tapaði þá fyrir AC Milan, 2:1.

Úrslit og markaskorarar:

Roma 4:2 Liverpool (Samanlagt 6:7)
0-1 Sadio Mane 9. mínúta
1-1 James Milner 15. mínúta (Sjálfsmark)
1-2 Georginio Wijnaldum 25. mínúta
2-2 Edin Dzeko 52. mínúta
3-2 Radja Nainggolan 86. mínúta
4-2 Radja Nainggolan 90. mínúta (Vítaspyrna)

Deila