UEFA Evrópudeildin | Patrice Evra í slæmum málum eftir karatespark

Franski leikmaðurinn Patrice Evra sem leikur með Marseille í Frakklandi er í slæmum málum eftir leik liðsins gegn Vitoria Guimaraes í Evrópudeildinni í gær. Um 500 stuðningsmenn Marseille voru þá að hrópa óvkæðisorð að Evra sem var að hita upp fyrir leikinn sem fór fram í Portúgal. Þessi nirðandi hróp og söngvar gengur á í einhverjar 30 mínútur og leikmanninum var að lokum nóg boðið og fór að girðingu sem aðskyldi leikmenn og áhangendur liðsins. Þar átti hann orðastað við einn stuðningsmanninn sem endaði með því að Evra sparkaði karatesparki í höfuð stuðningsmannsins einsog mynd franska blaðsins L’EQUIPE sýnir berlega. Dómari leiksins sá atvikið og sýndi Patrice Evra rauða spjaldið en leikmaðurinn var á varamannabekk Marseille sem þó byrjaði með ellefu leikmenn inná þrátt fyrir rauða spjaldið á Evra.
Aganefnd UEFA(Knattspynrusambands Evrópu) er komin með málið í rannsókn og ljóst er að Patrice Evra, sem er orðinn 36 ára, á yfir höfði sér langt keppnisbann.

Deila