UEFA Evrópudeild | Arsenal vann stórsigur – Ljóst hvaða lið leika í 32-liða úrslitum

Mynd: GettyImages/NordicPhotos

Fyrstu tólf leikir í lokaumferðinni í riðlakeppni Evrópudeildarinnar lauk nú rétt í þessu en Everton tókst að vinna síðasta leik sinn í keppninni. Gylfi Þór Sigurðsson var hvíldur hjá Everton og þá var Viðar Örn Kjartansson einnig hvíldur hjá Maccabi Tel Aviv.

Í A-riðli vann Astana lið Slavia Prague 1:0 á meðan Maccabi Tel Aviv vann Villarreal með sömu markatölu. Viðar Örn var allan tímann á varamannabekknum en Tel Aviv var úr leik fyrir þessa umferð. Villarreal og Astana fara upp úr riðlinum.

Í B-riðli vann Dynamo Kiev frá Úkraínu lið Partizan frá Serbíu 4:1. Young Boys vann þá Skenderbeu 2:1. Dynamo og Partizan fara upp úr riðlinum.

Í C-riðli gerðu Hoffenheim og Ludogorets 1:1 jafntefli á meðan Istanbul Basaksehir vann 2:1 sigur á Braga. Braga og Ludogorets fara áfram en það verða að teljast vonbrigði hjá Hoffenheim og þeirra stuðningsmönnum að fara ekki upp úr riðlinum.

Lærisveinar Gennaro Ivan Gattuso í AC Milan gátu slakað á í kvöld enda liðið búið að tryggja efsta sæti riðilsins. Gattuso hvíldi marga lykilmenn og tapaði liðið þess vegna 2:0 fyrir Rijeka frá Króatíu. AEK Aþena og Austria Vín gerðu markalaust jafntefli á meðan. Milan og AEK fara upp úr riðlinum.

Það var allt klárt í E-riðli fyrir umferðina í kvöld. Atalanta og Lyon voru bæði komin áfram en baráttan var um efsta sætið. Atalanta vann Lyon 1:0 og tryggði því efsta sætið.

Everton vann Apollon Limassol frá Kýpur 3:0. Ademola Lookman gerði tvö mörk og þá gerði króatíski framherjinn Nikola Vlasic eitt mark. Gylfi var ekki í leikmannahópi Everton og þá ferðaðist knattspyrnustjórinn Sam Allardyce ekki með liðinu þar sem hann átti tíma hjá lækni.

Í F-riðli var baráttan mikil en FC Kaupmannahöfn og FC Sheriff börðust um annað sæti riðilsins. FCK hafði betur 2:0 og komst áfram á innanbyrgðisviðureignum. Lokomotiv Moskva vann riðilinn með því að vinna Zlin 2:0.

Viktoria Plzen og Steaua Bucharest eru komin upp úr G-riðli. Lugano vann Steaua 2:1 í kvöld en það breytti litlu þar sem Steaua var komið áfram. Plzen vann á meðan 2:0 sigur á Hapoel Beer Sheva.

Arsenal slátraði BATE frá Hvíta-Rússlandi 6:0. Mathieu Debuchy, Olivier Giroud, Theo Walcott, Jack Wilshere og Mohamed El Neny skoruðu allir fyrir Arsenal og þá gerði BATE eitt sjálfsmark. Crvena Zvezda vann þá Köln 1:0. Arsenal og Zvezda fara upp úr riðlinum.

Í I-riðli fóru Red Bull Salzburg og Marseille upp úr riðlinum. Liðin gerðu markalaust jafntefli í kvöld á meðan Vitoria de Guimaraes og Konyaspor gerðu 1:1 jafntefli.

Í J-riðli fóru Athletic Bilbao og Östersunds frá Svíþjóð upp. Östersunds gerði 1:1 jafntefli við Herthu Berlín á meðan Bilbao vann Zorya 2:0. Bilbao vann riðilinn en liðið var með jafnmörg stig og Östersunds eða 11 talsins.

Lazio og Nice eru komin í 32-liða úrslitin en liðin voru í K-riðli. Vitesse vann Nice 1:0 og belgíska liðið Zulte-Waregem vann óvæntan 3:2 sigur á Lazio.

Í L-riðlinum fóru svo Zenit St. Pétursborg og Real Sociedad upp úr riðlinum. Vardar Skopje gerði 1:1 jafntefli við Rosenborg en í hinum leiknum vann Zenit 3:1 sigur á Sociedad.

Liðin sem eru komin í 32-liða úrslit:

Astana
Villarreal
Dynamo Kiev
Partizan
Braga
Ludogorets
AC Milan
AEK Aþena
Atalanta
Lyon
FC Kaupmannahöfn
Lokomotiv Moskva
CSKA Moskva
Glasgow Celtic
Atlético Madrid
Sporting Lissabon
Spartak Moskva
RB Leipzig
Napoli
Borussia Dortmund
Viktoria Plzen
Steaua Bucharest
Arsenal
Crvena Zvezda
Marseille
Red Bull Salzburg
Athletic Bilbao
Östersunds
Lazio
Nice
Real Sociedad
Zenit St. Pétursborg

 

Deila