Þýski boltinn | Ancelotti rekinn

Mynd: NordicPhotos/Getty

Carlo Ancelotti sem verið þjálfari þýska stórliðsins Bayern Munchen var í dag rekinn úr starfi hjá félaginu.
Ancelotti tók við Bayern 2016 af Pep Guardiola og á síðustu leiktíð varð félagið þýskur meistari en féll úr leik í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Liðið situr nú í 3.sæti þýsku deildarinnar, þremur stigum á eftir toppliði Borussia Dortmund og 3-0 tap Bayern fyrir Paris Saint German í Meistaradeildinni í gærkvöldi var kornið sem fyllti mælinn.
Fjórir aðstoðarmenn Ancelotti voru einnig reknir í dag.
Willy Sagnol aðstoðarþjálfari Bayern tekur við tímabundið en aldrei fyrr í sögunni hefur Bayern Munchen rekið þjálfara svo snemma á leiktíð.

Deila