Fjölnir lagði FH 1:0 í Bose-bikarnum í Egilshöllinni í kvöld en þetta er fyrsta mótið á undirbúningstímabilinu.
Það var hinn ungi og efnilegi Birnir Snær Ingason sem gerði markið en þetta var fyrsti leikur Fjölnis.
Stjarnan vann FH í fyrsta leiknum og var þetta því annað tap FH. Fjölnir á annan leik sinn gegn Stjörnunni á mánudag. Hægt er að sjá markið hér fyrir neðan.