Spænski boltinn | Suarez reimaði loksins á sig markaskóna

Mynd: GettyImages/NordicPhotos

Spænska stórliðið Barcelona lagði Leganes að velli 3:0 á útivelli í dag en Luis Suarez tókst loksins að koma sér í gang fyrir Börsunga.

Hann gerði fyrstu tvö mörk liðsins í dag en fyrir leikinn var hann aðeins með 3 mörk í 13 leikjum og var hann mikið í umræðunni vegna markaþurrðar sinnar.

Hinn brasilíski Paulinho gerði svo þriðja mark Barcelona en hann hefur spilað glimrandi vel með liðinu í byrjun leiktíðar.

Barcelona er á toppnum með 34 stig, búið að vinna ellefu leiki og gera eitt jafntefli.

Deila