Spænski boltinn | Spánarmeistarar Real Madrid töpuðu á heimavelli

Mynd: Nordic Photos

Spánarmeistarar Real Madrid máttu í kvöld sætta sig við tap gegn Real Betis á heimavelli í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, La Liga, og sitja í sjöunda sæti, sjö stigum á eftir toppliði Barcelona. Sevilla og Atlético Madrid unnu bæði leiki sína og sitja í öðru og þriðja sæti, Sevilla er þremur stigum á eftir Barcelona og Atlético Madrid tveimur stigum þar á eftir.

Spænska úrvalsdeildin | Úrslit kvöldsins:
Athletic Bilbao 1-2 Atlético Madrid
0-1 Angel Correra 55.mín.
0-2 Yannick Ferreira-Carrasco 73.mín
1-2 Raul Garcia 90.mín.
Leganes 0-0 Girona
Dep.La Coruna 1-0 Alaves
1-0 Lusinho 45.mín.
Real Madrid 0-1 Real Betis
0-1 Antonio Sanabria 90.mín.
Sevilla 1-0 Las Palmas
1-0 Jesus Navas 83.mín.

Deila