Spænski boltinn | Messi framlengir við Barcelona

Mynd: GettyImages/NordicPhotos

Argentínski snillingurinn Lionel Messi hefur framlengt samning sinn við spænska stórveldið Barcelona. Hann samþykkti samninginin í sumar en tók hann þó óralangan tíma að ganga frá málunum.

Hann skrifaði undir samninginn í morgun en hann gildir til ársins 2021 og þurfa félög að leggja fram 700 milljón evra til þess að leysa upp þann samning.

Messi hefur einn besti leikmaður heims síðasta áratuginnn en hann hefur fimm sinnum unnið Ballon d’Or verðlaunin sem besti leikmaður heims.

Han hefur þá unnið átta deildartitla með Börsungum en þetta eru gleðifréttir fyrir spænska félagið.

Deila