Pepsideild kvenna | Þrír lykilleikmenn endurnýja samninga sína við Val

Mynd: Valur

Þrjár sterkar knattspyrnukonur; Dóra María Lárusdóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir og Thelma Björk Einarsdóttir, hafa endurnýjað samninga sína við Val. Dóra María og Málfríður Erna sömdu til tveggja ára og Thelma Björk til þriggja ára. Valsstúlkur urðu í þriðja sæti Pepsideildarinnar á síðustu leiktíð, sjö stigum á eftir Íslandsmeisturum Þórs/KA og fimm stigum á eftir Breiðabliki.

Fréttatilkynning Vals:
Dóra María, Málfríður Erna og Thelma Björk endurnýja samninga sína við Val en þær eru með bestu knattspyrnukonum Íslands og eiga fjölda leikja að baki með landsliðum og í efstu deild. Dóra María og Málfríður Erna semja til tveggja ára en Thelma Björk til þriggja ára.

Pétur Pétursson nýráðinn þjálfari Vals er gríðarlega sáttur með að þær stöllur hafi skuldbundið sig að leika áfram með liðinu.
„Það er gríðarlega mikilvægt fyrir hópinn að Dóra, Fríða og Thelma verði áfram á Hlíðarenda, þær eru ekki bara framúrskarandi knattspyrnukonur heldur sterkir einstaklingar sem efla hópinn og starfið sem unnið er á Hlíðarenda.“

Deila