Pepsideild kvenna | Stjarnan vann Fylki og tryggði sér fjórða sætið

Stjarnan hafði betur gegn Fylki í lokaumferð Pepsideildar kvenna í knattspyrnu, 1-0, og Garðbæingar tryggðu sér þar með fjórða sæti deildarinnar. Stjarnan og ÍBV urðu jöfn að stigum í fjórða og fimmta sæti, en Stjarnan situr sætinu ofar með betri markatölu. Lið Fylkis var þegar fallið í 1.deild.
Valur hafðu betur gegn KR, 3-0, en úrslitin hafa engin áhrif á stöðuna í deildinni, hvorugt liðanna gat þokast upp eða niður, Valur hafnaði í þriðja sæti og KR í því áttunda.

Pepsideild kvenna – 18.umferð
Fylkir 0-1 Stjarnan
0-1 Guðmunda Brynja Óladóttir 43.mín.
Valur 3-0 KR
1-0 Elín Metta Jensen 2.mín.
2-0 Elín Metta Jensen (vsp) 9.mín.
3-0 Hlín Eiríksdóttir 71.mín.

Þess ber að geta að keppnistímabilinu er ekki lokið hjá Stjörnunni þótt Pepsideildin hafi runnið sitt skeið; Stjarnan mætir rússneska liðinu Rossiyanka í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og fer fyrri leikurinn fram í Garðabænum á fimmtudaginn kemur, 5.október.

Deila