Pepsideild kvenna | Ólafur Þór skrifaði undir nýjan samning við Stjörnuna

Stjarnan gekk í dag frá samningi við Ólaf Þór Guðbjörnsson um að þjálfa meistaraflokk kvenna í knattspyrnu næstu tvö árin. „Það er okkur mikið ánægjuefni að hafa tryggt okkur starfskrafta Ólafs Þórs næstu tvö árin,“ segir Einar Páll Tamimi, formaður meistaraflokksráðs kvenna.

„Þar til í ár hefur Stjarnan unnið annað hvort Íslandsmeistaratitil eða bikarmeistaratitil, eða báða titla, á hverju ári sem Ólafur Þór hefur þjálfað liðið og í ár varð Stjarnan fyrst íslenskra liða til að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir núverandi fyrirkomulagi. Þá hefur hann hlúð vel að ungum og efnilegum leikmönnum sem leika munu lykilhlutverk í Stjörnuliðinu á komandi árum,“ bætti Einar Páll við. „Stjarnan stefnir að sjálfsögðu að því að endurheimta alla titla í Garðabæinn og það er gott til þess að vita að við höfum tryggt að rétti skipstjórinn haldi um stýrið á þeirri siglingu,“ sagði Einar Páll að lokum.

Deila