Pepsideild karla | Þorsteinn Már til liðs við Stjörnuna

Mynd: @FCStjarnan

Framherjinn Þorsteinn Már Ragnarsson, sem lék með Víkingi frá Ólafsvík á síðustu leiktíð, er genginn til liðs silfurlið Stjörnunnar í Pepsideild karla í knattspyrnu. Þorsteinn samdi við Garðabæjarliðið til þriggja ára. Stjarnan tilkynnti þessi vistaskipti á Twitter-síðu sinni.

Þorsteinn Már er 27 ára og hefur leikið með Víkingi Ólafsvík og KR í efstu deild hér heima og varð Íslandsmeistari með KR 2013 og bikarmeistari 2012 og 2014. Þorsteinn Már á að baki 231 deildarleik og hefur skorað í þeim 57 mörk.

Deila