Pepsideild karla | Stjarnan og FH negldu Evrópusætin | Eyjamenn og Ólsarar berjast við fall

Stjarnan og FH tryggðu sér annað og þriðja sæti Pepsideildar karla í knattspyrnu í næstsíðustu umferð deildarinnar sem fram fór í dag. Þar með eru úrslitin í toppbaráttu deildarinnar ráðin, en ÍBV og Víkingur frá Ólafsvík berjast hins vegar við falldrauginn; Eyjamenn töpuðu fyrir Blikum í dag á meðan Víkingar gerðu jafntefli við FH-inga og þá munar einu stigi á liðunum í tíunda og ellefta sæti deildarinnar.

Pepsideild karla | 21.umfer
Víkingur Ó 1-1 FH
1-0 Þorsteinn Már Ragnarsson 24.mín.
1-1 Steven Lennon (v) 68.mín.

KA 2-1 Grindavík
1-0 Emil Sigvardsen Lyng 38.mín.
2-0 Hallgrímur Mar Steingrímsson 42.mín.
2-1 Simon Kollerup Smidt 51.mín.

Víkingur R 0-0 ÍA

Breiðablik 3-2 ÍBV
0-1 Shahab Zahedi Tapar 31.mín.
1-1 Gísli Eyjólfsson 38.mín.
1-2 Gunnar Heiðar Þorvaldsson (v) 53.mín.
2-2 Hrvoje Tokic (v) 59.mín.
3-2 Sveinn Aron Guðjohnsen 90.mín.

Fjölnir 2-2 KR
0-1 Tobias Thomsen 47.mín.
1-1 Ingimundur Níels Óskarsson 61.mín.
1-2 Ástbjörn Þórðarson 68.mín.
2-2 Birnir Snær Ingason 73.mín.

Stjarnan 1-2 Valur
0-1 Bjarni Ólafur Eiríksson 20.mín.
0-2 Guðjón Pétur Lýðsson (v) 40.mín.
1-2 Hilmar Árni Halldórsson (v) 90.mín.

Lokaumferð Pepsideildar karla fer fram næstkomandi laugardag, 30.september, og þá ráðast úrslitin í fallbaráttunni. Dagskráin er á þessa leið, en leikirnir hefjast allir klukkan 14:
Valur – Víkingur
ÍBV – KA
Grindavík – Fjölnir
FH – Breiðablik
ÍA – Víkingur Ó
KR – Stjarnan

Deila