Pepsideild karla | Óli Stefán framlengir við Grindavík

Mynd:Grindavík

Grindavík sendi frá sér tilkynningu í morgun þess efnis að Óli Stefán Flóventsson hafi skrifað undir nýjan samning við Grindavík og mun hann þjálfa liðið næstu tvö árin. Miklar vangaveltur hafa verið uppi eftir að keppni lauk í Pepsideildinni um það hvort Óli Stefán myndi yfirgefa félagið, en Grindvíkingar lögðu allt kapp á það að halda honum sem þjálfara.

Fréttatilkynningin frá Grindavík

Grindvíkingurinn Óli Stefán Flóventsson hefur framlengt samningi sínum við Grindavík til tveggja ára.
Óli Stefán hefur komið að þjálfun Grindavíkur sl.þrjú ár, fyrst sem aðstoðarþjálfari hjá Tommy Nielsen og síðan sem aðalþjálfari frá haustinu 2015 og verið að gera frábæra hluti með liðið

Deila