Pepsideild karla | Ólafur Kristjánsson ráðinn þjálfari FH | Viðtöl

Ólafur Helgi Kristjánsson var í dag ráðinn þjálfari karlaliðs FH í fótbolta til næstu þriggja ára. Ólafur, sem er uppalinn FH-ingur og lék með félaginu um þrettán ára skeið, hefur þjálfað Fram og Breiðablik hér heima og Nordsjælland og Randers í Danmörku, en hann lét af störfum hjá Randers fyrir fáeinum dögum. Titlasafn Ólafs sem þjálfara samanstendur af bikarmeistaratitli og Íslandsmeistaratitli með Breiðabliki.
Hér að neðan eru viðtöl við Ólaf Kristjánsson, nýráðinn þjálfara FH, og Jón Rúnar Halldórsson, formann knattspyrnudeildar FH.


Deila