Pepsideild karla | Kristinn og Castillion til liðs við FH

Kristinn Steindórsson og Geoffrey Castillion eru gengnir til liðs við Pepsideildarlið FH í knattspyrnu. Þeir félagar sömdu báðir við Fimleikafélagið til tveggja ára. Kristinn, sem er 27 ára sóknarsinnaður miðjumaður eða kantmaður, er uppalinn hjá Breiðabliki, hvar hann m.a. lék undir stjórn Ólafs H. Kristjánssonar núverandi þjálfara FH, en hefur undanfarin fimm ár leikið sem atvinnumaður í Svíþjóð. Castillion, sem er sóknarmaður, er árinu eldri og vakti verðskuldaða athygli fyrir leik sinn með Víkingi Reykjavík á nýafstaðinni leiktíð.

Um leið og þessir tveir leikmenn voru kynntir til leiks hjá FH var skrifað undir nýjan samstarfssamning við Actavic, sem verið hefur helsti styrktaraðili knattspyrnudeildar FH í sautján ár. Nýi samningurinn er til tveggja ára.

Deila