Pepsideild karla | Heimir hættur með FH

Mynd: fmscout.com

Heimir Guðjónsson, sem þjálfað hefur FH um níu ára skeið og m.a. skilað fimm Íslandsmeistaratitlum og einum bikarmeistaratitli, er hættur störfum hjá félaginu. Tilkynning þessa efnis birtist á Facebook-síðu FH.

Tilkynning FH-inga er svohljóðandi:
Knattspyrnudeild FH og Heimir Guðjónsson þjálfari FH hafa komist að samkomulagi um að Heimir láti nú af störfum hjá félaginu. Heimir hefur verið einn af máttarstólpunum í allri velgengi FH á síðustu árum og vill félagið fá að þakka honum fyrir hans störf síðustu 17 árin og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.

Fram kemur á vefsíðunni fotbolti.net að FH-ingar hafi nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Heimi. Í viðtali á sama miðli segir Heimir ákvörðunina um þessi starfslok alfarið FH-inga.

Deila