Pepsi-deild kvenna | Valur heldur áfram að styrkja sig

Heimasíða Vals

Knattspyrnudeild Vals staðfesti í kvöld komu tveggja leikmanna til félagsins en Guðrún Karitas Sigurðardóttir og Ásdís Karen Halldórsdóttir koma frá KR. Þetta kom fram í tilkynningu félagsins.

Guðrún, sem er fædd árið 1996, er uppalin á Akranesi þar sem hún lék með ÍA áður en hún samdi við Stjörnuna. Hún fór þaðan í KR þar sem hún lék eitt tímabil. Hún er dóttir Sigurðar Jónssonar, sem lék með ÍA, Arsenal og íslenska landsliðinu.

Ásdís Karen er fædd árið 1999 en hún er uppalin í KR. Hún lék alla leiki liðsins á síðasta tímabili.

Þetta er mikill hvalreki fyrir Val sem hefur verið að framlengja við lykilleikmenn að undanförnu auk þess sem Hallbera Guðný Gísladóttir gekk til liðs við félagið á dögunum.

Pétur Pétursson er nýr þjálfari liðsins.

Deila