Pepsi-deild kvenna | Hallbera Guðný í Val

Mynd: GettyImages/NordicPhotos

Knattspyrnudeild Vals tilkynnti nú rétt í þessu að Hallbera Guðný Gísladóttir væri búin að semja við félagið. Elín Metta Jensen og Mist Edvarsdóttir framlengdu þá samninga sína.

Hallbera, sem er lykilleikmaður í íslenska landsliðinu, lék síðast með Djurgarden í Svíþjóð en ákvað að söðla um eftir það. Hún er nú búin að semja við Val en hún þekkir vel til þar enda lék hún með liðinu frá 2006 til 2014.

Elín Metta Jensen og Mist Edvardsdóttir framlengdu sína samninga. Það dró til tíðinda á dögunum er Elín rifti samningnum við Val en hún ákvað að framlengja og gera nýjan þriggja ára samning.

Hún hefur verið í lykilhlutverki hjá Val og er uppalin hjá félaginu. Mist var frá vegna meiðsla í sumar en hún hefur verið hjá Val frá árinu 2011.

Deila