Pepsi-deild karla | Kristinn í FH eða Val

Heimasíða Sundsvall

Kristinn Freyr Sigurðsson, sem hefur leikið með sænska félaginu Sundsvall undanfarið ár er á heimleið. Hann mun semja við FH eða Val en það er Fótbolti.net sem greinir frá þessu í dag.

Kristinn var valinn besti leikmaður Íslandsmótsins árið 2016 eftir frábært tímabil með Val en hann hélt út til Sundsvall í kjölfarið og ákvað að reyna fyrir sér í atvinnumennsku.

Hann er nú á leið heim en tvö félög koma til greina, FH eða Valur. Hann er ekki búinn að gera upp hug sinn en það verður væntanlega komin niðurstaða í málið eftir helgi eða um helgi.

Ólafur Kristjánsson hefur verið duglegur að styrkja FH-liðið en Hjörtur Logi Valgarðsson, Guðmundur Kristjánsson, Kristinn Steindórsson og Geoffrey Castillion hafa allir samið við félagið.

Deila