Pepsi-deild karla | KR styrkir vörnina – Albert Watson samdi í dag

Knattspyrnufélag Reykjavíkur samdi í dag við Albert Watson en hann gerir samning við félagið út næsta ár.

Watson, sem er 32 ára gamall, er frá Norður-Írlandi en hann lék síðast með FC Edmonton í Kanada.

Hann spilaði 128 leiki fyrir Edmonton og skoraði fimm mörk en hann er fjórði leikmaðurinn sem Rúnar Kristinsson fær í raðir félagsins fyrir tímabilið.

Björgvin Stefánsson, Pablo Punyed og Kristinn Jónsson sömdu allir við félagið fyrir tímabilið og ljóst að það verður mikill styrkur í Watson.

Óskar Örn Hauksson, sem leikur með KR, lék fyrir Edmonton árið 2015 en hann var þá á láni frá KR.

Deila