Pablo Punyed semur við KR

Mynd: GettyImages/NordicPhotos

Knattspyrnudeild KR tilkynnti í dag nýjan leikmann en Pablo Punyed er kominn til félagsins frá ÍBV. Hann var kynntur á blaðamannafundi í dag.

Punyed, sem er 27 ára gamall, hefur leikið með félögum á borð við Fjölni, Fylki og Stjörnunni. Þá lék hann með ÍBV á síðasta tímabili en ákvað að vera ekki lengur í Vestmannaeyjum.

Pablo var sterklega orðaður við FH í vikunni en nú er ljóst að hann spilar með KR-ingum og gerir þriggja ára samning við félagið.

Beitir Ólafsson og Pálmi Rafn Pálmason framlengja þá báðir samninga sína við félagið. Pálmi gerir tveggja ára samning en Beitir gerir þriggja ára samning.

Deila