Ótrúleg stund hjá Benevento – Markvörðurinn jafnaði á lokasekúndunum

Nýliðar Benevento í Seríu A á Ítalíu náðu í sín fyrstu stig í dag er liðið gerði 2-2 jafntefli við AC Milan í 15.umferð deildarinnar.

Giacomo Bonaventura kom Milan yfir með skallamarki eftir sendingu frá Franck Kessie áður en George Puscas jafnaði metin. Nikola Kalinic kom Milan aftur yfir í leiknum með skalla eftir sendingu frá Bonaventura og útlit fyrir að Benevento myndi tapa enn einum leiknum.

Alberto Brignoli, markvörður Benevento, var þó á öðru máli. Ignacio Abate braut af sér vinstra megin við vítateiginn á 93. mínútu og mínútu síðar var Brignoli búinn að stanga knöttinn í netið.

Lokatölur 2-2 og fyrsta stig Benevento í efstu deild staðreynd. Það hefði enginn getað skrifað þetta handrit, ekki einu sinni Martin Scorcese. Stuðningsmenn Benevento fögnuðu gríðarlega, líkt og liðið hefði unnið Meistaradeild Evrópu, já eða ítölsku deildina.

Hægt er að sjá markið og atburðarrásina hér fyrir neðan.

Deila