Olísdeildir | FH með fullt hús stiga í Olísdeild karla

Olísdeiild karla
FH heldur áfram á sigurbraut í Olísdeild karla eftir auðveldan sigur á Víkingi í kvöld. FH vann með 13 makra mun, 35-22. Ágúst Elí Björgvinsson varði 14 skot í marki FH og Einar Rafn Eiðsson skoraði 8 mörk. Magnús Karl Magnússon var atkvæðamestur í liði Víkings með 5 mörk.
FH hefur þar með unnið alla sína 5 leiki á Íslandsmótinu en Víkingur situr í næst neðsta sæti með 1 stig.

Víkingur – FH 22-35 (9-18)
Mörk Víkngs: Magnús Karl Magnússon 5, Hlynur Óttarsson 4, Víglundur Jarl Þórsson 4, Hjalti Már Hjaltason 3, Birgir Már Birgisson 2, Jakob Ingi Stefánsson 1, Kristófer Andri Daðason 1, Pétur Gunnarsson 1, Davíð Hlíðdal Svansson 1.
Varin skot: Davíð Hlíðdal Svansson 6, Hrafn Valdísarson 5.
Mörk FH: Einar Rafn Eiðsson 8, Ágúst Birgisson 5, Gísli Þorgeir Kristjánsson 4, Óðinn Þór Ríkharðsson 4, Jóhann Birgir Ingvarsson 3, Arnar Freyr Ársælsson 3, Þorgeir Björnsson 3, Ásbjörn Friðriksson 2, Jón Bjarni Ólafsson 2, Ísak Rafnsson 2.
Varin skot: Ágúst Elí Björgvinsson 14,

Olísdeild kvenna
Íslandsmeistarar Fram fóru á Selfoss og mættu þar heimastúlkum í kvöld. Fram leiddi með 5 marka mun í hálfleik, 18-13 og í seinni hálfleik juku Framstúlkur forystu sína og unnu með ellefu marka mun, 34-23. Ragnheiður Júlíusdóttir var stórkostleg í liði Fram með 15 mörk og Þórey Rósa Stefánsdóttir var með 7 mörk. Hulda Dís Þrastardóttir var atkvæðamest Selfyssinga með 6 mörk. Fram er þar með komið í 2.sæti með 7 stig en Valur er í efsta sæti með 7 stig. Selfoss er í 5.sæti með 3 stig.

Selfoss – Fram 23-34 (13-18)
Mörk Selfoss: Hulda Dís Þrastardóttir 6, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 4, Arna Kristín Einarsdóttir 3, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 3, Perla Ruth Albertsdóttir 3, Katla María Magnúsdóttir 2,
Katla Björg Ómarsdóttir 1, Elva Rún Óskarsdóttir 1.
Varin skot: Viviann Petersen 8, Þórdís Erla Gunnarsdóttir 5.
Mörk Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 15, Þórey Rósa Stefánsdóttir 7, Marthe Sördal 3, Elísabet Gunnarsdóttir 3, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2, Hildur Þorgeirsdóttir 2, Lena Margrét Valdimarsdóttir 1, Arna Þyri Ólafsdóttir 1.
Varin skot: Guðrún Ósk Maríasdóttir 11, Heiðrún Dís Magnúsdóttir 3.

Deila