Olísdeild kvenna | Valur vann Fram og styrkti stöðu sína á toppnum

Valsstúlkur styrktu stöðu sína á toppi Olísdeildar kvenna í handknattleik í kvöld með góðum sigri á Íslandsmeisturum Fram, 31-27. Staðan í hálfleik var 16-13, Val í vil. Fram jafnaði metin um miðjan síðari hálfleikinn og allt stefndi í æsilegar lokamínútur, en Valsstúlkur náðu undirtökunum aftur, voru þremur mörkum yfir tæpum þremur mínútum fyrir leikslok og höfðu að lokum fjögurra marka sigur.
Valur hefur 13 stig í efsta sæti Olísdeildar kvenna og ÍBV er í öðru sæti með 9 stig og á leik til góða. Haukar og Fram hafa 8 stig, Haukar eftir sex leiki og Fram eftir sjö leiki.

Olísdeild kvenna | 7.umferð
Valur 31-27 Fram (16-13)
Mörk Vals: Diana Satkauskaité 9, Kristín Arndís Ólafsdóttir 5, Kristín Guðmundsdóttir 5, Díana Dögg Magnúsdóttir 4, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 3, Morgan Marie McDonald 2, Gerður Arinbjarnar 1, Vigdís Birna Þorsteinsdóttir 1, Hildur Björnsdóttir 1.
Varin skot: Chantel Pages 13, Lina Rypdal 4.
Mörk Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 8, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 6, Elísabet Gunnarsdóttir 5, Þórey Rósa Stefánsdóttir 3, Hildur Þorgeirsdóttir 3, Marthe Sördal 1, Arna Þyri Ólafsdóttir 1.
Varin skot: Guðrún Ósk Maríasdóttir

Deila