Olísdeild kvenna | Valsstúlkur enn taplausar á toppnum | Fjölnir rúllaði yfir Selfoss

Valur situr sem fastast á toppi Olísdeildar kvenna í handknattleik, en Valsstúlkur unnu dýrmætan og góðan sigur á ÍBV í kvöld 32-28. Valsstúlkur hafa nú fimm stiga forystu í efsta sæti deildarinnar, Haukar og ÍBV eru jöfn í öðru og þriðja sæti en Haukar eiga leik til góða. Fjölnir vann sannfærandi sigur á Selfossi í kvöld, 36-25, en þetta var fyrsti sigur Fjölnisstúlkna í deildinni í vetur. Þær sitja sem fyrr í sjöunda sæti deildarinnar, en nú með fjögur stig, aðeins einu á eftir Selfossi.

Valur 32-28 ÍBV (15-15)
Mörk Vals: Diana Satkauskaite 8, Díana Dögg Magnúsdóttir 7, Morgan Marie Þorkelsdóttir 5, Auður Ester Gestsdóttir 4, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 3, Hildur Björnsdóttir 2, Birta Fönn Sveinsdóttir 2, Kristín Arndís Ólafsdóttir 1.
Mörk ÍBV: Karólína Bæhrenz Lárudóttir 8, Ásta Björt Júlíusdóttir 6, Greta Kvaliuskaite 5, Sandra Dís Sigurðardóttir 3, Ester Óskarsdóttir 3, Díana Kristín Sigmarsdóttir 2, Asuncion Batista Portero 1.

Selfoss 25-36 Fjölnir (8-16)
Mörk Selfoss: Kristrún Steinþórsdóttir 9, Arna Kristín Einarsdóttir 5, Perla Ruth Albertsdóttir 4, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 3, Elva Rún Óskarsdóttir 2, Hulda Dís Þrastardóttir 2.
Mörk Fjölnis: Andrea Jacobsen 6, Guðrún Jenný Sigurðardóttir 6, Berglind Benediktsdóttir 5, Helena Ósk Kristjánsdóttir 5, Elísa Ósk Viðarsdóttir 5, Díana Ágústsdóttir 3, Ólöf Ásta Arnþórsdóttir 2, Diljá Baldursdóttir 2, Fanney Ösp Finnsdóttir 1, Dóra Sif Egilsdóttir 1.

Deila