Olísdeild kvenna | ÍBV vann auðveldan sigur á Fjölni

8.umferð í Olísdeild kvenna lauk í kvöld með leik ÍBV og Fjölnis sem fram fór í Vestmannaeyjum. Leikurinn var heldur auðveldur fyrir ÍBV en þær fóru með sigur af hólmi 33-22 eftir að hafa verið 16-9 í hálfleik. Með þessum sigri fer ÍBV í 11 stig og jafnar þar með Hauka í 2.sætinu.

Úrslit kvöldsins í Olísdeild kvenna

ÍBV 33-22 Fjölnir(16-9)
Mörk ÍBV:Ester Óskarsdóttir 7, Karólína Bæhrenz Lárudóttir 6, Ásta Björt Júliúsdóttir 6, Sandra Dís Sigurðardóttir 5, Asun Batista 3, Greta Kavaliauskaite 3, Kristrún Hlynsdóttir 1, Harpa Valey Gylfadóttir 1, Díana Kristín Sigmarsdóttir 1.
Varin skot:Guðný Jenný Ásmundsdóttir 19, Andrea Gunnlaugsdóttir 2.
Mörk Fjölnis:Andrea Jacobsen 5, Guðrún Jenný Sigurðardóttir 5, Ólöf Ásta Arnþórsdóttir 2, Elísa Ósk Viðarsdóttir 2, Díana Ágústsdóttir 2, Helena Ósk Kristjánsdóttir 2, Berglind Benediktsdóttir 2, Ylfa Dögg Ástþórsdóttir 1, Diljá Baldursdóttir 1.
Varin skot:Karen Birna Aradóttir 7, Sara Sif Helgadóttir 6.

Önnur úrslit úr 8.umferð
Valur 23-23 Haukar
Grótta 17-33 Fram
Stjarnan 30-21 Selfoss

Staðan í Olísdeild kvenna

Deila