Olísdeild kvenna | Hildur Björnsdóttir leikur ekki meira með Val á þessu tímabili

Mynd: Einar Ásgeirsson

Línumaðurinn Hildur Björnsdóttir mun ekki leika meira með Val á yfirstandandi tímabili þar sem hún er með barni. Hildur sem er uppalin í Fylki gekk til liðs við Val fyrir tímabilið og hefur lagt lóð á vegferð Valsliðsins sem situr á toppi Olísdeildar kvenna. Þetta er nokkurt áfall fyrir Valsliðið en að sama skapi gleðitíðindi fyrir Hildi og Bjart Guðmundsson, kærasta hennar, og óskum við á sport.is þeim innilega til hamingju.

Deila