Olísdeild kvenna | Haukar með góðan sigur og eru komnar í 2.sætið

Mynd:Þorgils Garðar

Einn leikur fór fram í Olísdeild kvenna þegar ÍBV sótti Hauka heim í Hafnarfjörðinn. Þetta var lokaleikurinn í 7.umferðinni. jafnræði var með liðinum á fyrstu mínútum leiksins og þegar tíu mínútur voru eftir af hálfleiknum var staðan 8-7 fyrir Haukum. Þá kom mjög slæmur kafli hjá eyjastúlkum en þær skoruðu ekki marki næstu 8 mínútur þar á eftir og Haukar fóru með örugga forystu í hálfleik 15-9. Í upphafi síðari hálfleiks varð Þórhildur Braga Þórðardóttir fyrir meiðslum þegar hún lenti í samstuði við leikmann ÍBV. Þórhildur kvartaði undan verkjum í hálsi og því var ekki teknir neinar áhættur með því að færa hana. Biðin eftir sjúkrabílnum var mjög löng og þegar sjúkraflutningamennirnir komu loks á svæðið höfðu liðið 40 mínútur frá því að atvikið átti sér stað.
Þetta atvik hafði skiljanlega áhrif á aðra leikmenn inná vellinum og voru liðin í nokkrar mínútur að koma sér í gírinn eftir að leikurinn var flautaður á á nýjan leik. Eyjastúlkur virtust þó vera aðeins ferskari og náðu að minnka munin niður í eitt mark, 18-7 en þá var eins og Haukastúlkur næðu áttum og sigldu aftur framúr og höfðu að lokum fjögurra marka sigur 26-22.

Haukar 26-22 ÍBV(15-9)
Mörk Hauka:Maria Pereira 10, Guðrún Erla Bjarnadóttir 7, Ragnheiður Sveinsdóttir 3, Erla Eiríksdóttir 2, Berta Rut Harðardóttir 2, Vilborg Pétursdóttir 1, Rakel Sigurðardóttir 1.
Varin skot:Elín Jóna Þorsteinsdóttir 18.
Mörk ÍBV:Greta KAvaliauskaite 7, Ester Óskarsdóttir 6, Karólína Bæhrenz Lárudóttir 3, Asun Batista 2, Díana Kristín Sigmarsdóttir 1, Hapra Valey Gylfadóttir 1, Ásta Björt Júlíúsdóttir 1, Sandra Dís Sigurðardóttir 1.
Varin skot:Erla Rós Sigmarsdóttir 10, Guðný Jenný Ásmundsdóttir 2.

Staðan í Olísdeild kvenna

Deila