Olísdeild kvenna | Framstúlkur settust í bílstjórasætið í rimmunni við Val

Fram hefur tekið forystuna í viðureign sinni við Val í úrslitum Olísdeildar kvenna í handknattleik, 2-1, og getur varið Íslandsmeistaratitil sinn á heimavelli sínum í Safamýri á fimmtudag. Fram vann leik liðanna að Hlíðarenda í kvöld 29-25 eftir að hafa leitt í hálfleik, 16-10. Framstúlkur voru sterkari aðilinn í leiknum frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu, náðu snemma öruggri forystu og héldu henni allt til loka. Valsmeyjar sýndu vilja og baráttu í síðari hálfleik og náðu að höggva lítið eitt í forystu stallsystra sinna úr Safamýri, en voru þó sjaldnast líklegar til að hleypa mikilli spennu í leikinn. Miðað við muninn á liðunum í kvöld er ekki ólíklegt að Íslandsbikarinn fari á loft á fimmtudag.

Olísdeild kvenna | Úrslit | Leikur 3
Valur 25-29 Fram (10-16)
Mörk Vals: Díana Dögg Magnúsdóttir 9, Morgan Marie Þorkelsdóttir 3, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 2, Kristín Guðmundsdóttir 2, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 2, Kristín Arndís Ólafsdóttir 2, Gerður Arinbjarnar 1, Diana Satkauskaité 1, Vigdís Birna Þorsteinsdóttir 1, Auður Ester Gestsdóttir 1, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 1.
Varin skot: Lina Rypdal 8, Chantel Pagel 2.
Mörk Fram: Steinunn Björnsdóttir 7, Ragnheiður Júlíusdóttir 6, Þórey Rósa Stefánsdóttir 6, Karen Knútsdóttir 3, Hildur Þorgeirsdóttir 2, Elísabet Gunnarsdóttir 2, Marthe Sördal 1, Elva Þóra Arnardóttir 1, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1.
Varin skot: Guðrún Ósk Maríasdóttir 14.

Deila