Olísdeild kvenna | Fram og Stjarnan unnu leiki sína örugglega

Áttunda umferð Olísdeildar kvenna hófst í kvöld, en tveir leikir voru á dagskránni. Framstúlkur hrukku í gírinn eftir tap gegn Val í síðustu umferð og unnu sannfærandi sigur á Gróttu, 33-17, og Stjarnan hafði betur gegn Selfossi 30-21. Ljómandi góð frammistaða í síðari hálfleik lagði grunninn að góðum sigri Garðbæinga.
Fram læddi sér upp að hlið Hauka með sigrinum í kvöld, bæði lið hafa tíu stig og eru stigi á eftir toppliði Vals, og Stjarnan er skammt undan með níu stig, eins og ÍBV. Selfoss og Grótta sitja sem fyrr í sjötta og sjöunda sæti og Grótta er, ásamt Fjölni, án sigurs í deildinni.

Stjarnan 30-21 Selfoss (13-12)
Mörk Stjörnunnar: Sólveig Lára Kjærnested 7, Þórhildur Gunnarsdóttir 6, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 5, Ramune Pekarskyte 4, Nataly Sæunn Valencia 2, Aníta Theodórsdóttir 2, Stefanía Theodórsdóttir 2, Dagný Huld Birgisdóttir 1, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 1.
Mörk Selfoss: Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 5, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 4, Perla Ruth Albertsdóttir 4, Kristrún Steinþórsdóttir 3, Hulda Dís Þrastardóttir 3, Sólveig Erla Oddsdóttir 1, Sigríður Lilja Sigurðardóttir 1.
Grótta 17-33 Fram (7-19)
Mörk Gróttu: Slavica Mrjkikj 8, Emma Havin Sardarsdóttir 3, Kristjana Björk Steinarsdóttir 2, Þóra Guðný Arnarsdóttir 2, Guðrún Þorláksdóttir 1, Elva Björg Arnarsdóttir 1.
Mörk Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 9, Þórey Rósa Stefánsdóttir 8, Harpa María Friðgeirsdóttir 4, Marthe Sördal 3, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 3, Hildur Þorgeirsdóttir 3, Lena Margrét Valdimarsdóttir 2, Elísabet Gunnarsdóttir 1.

Deila