Olísdeild kvenna | Auðveldur sigur Vals | ÍBV vann Stjörnuna í spennuleik

Valsstúlkur styrktu stöðu sína á toppi Olísdeildar kvenna með þrælöruggum sigri á Selfossi í dag, 30-14, og Hlíðarendameyjar hafa nú þriggja stiga forystu á Hauka í efsta sæti deildarinnar. Selfoss er hins vegar með stigi meira en botnliðin tvö, Grótta og Fjölnir.
ÍBV gefur lítið eftir í baráttunni í efri hluta deildarinnar, en Eyjastúlkur unnu stöllur sínar í Stjörnunni í hörkuleik í dag, 27-25. Leikurinn var nokkuð sveiflukenndur, Stjarnan hafði eins marks forystu í hálfleik, 12-11, og náði þriggja marka forystu snemma í síðari hálfleik, en Eyjastúlkur snéru taflinu sér í vil og náðu sjálfar þriggja marka forystu um stund. Lokakaflinn var jafn og spennandi, en gestirnir úr Eyjum reyndust sterkari og fögnuðu tveggja marka sigri. ÍBV hefur 17 stig í þriðja sæti deildarinnar, hafði sætaskipti við Fram sem á leik til góða og getur endurheimt bronssætið. Stjarnan situr í fimmta sæti með 11 stig.

Olísdeild kvenna – Úrslit dagsins:
Valur 30-14 Selfoss (13-7)
Mörk Vals: Díana Dögg Magnúsdóttir 8, Diana Stkauskaite 6, Kristín Arndís Ólafsdóttir 5, Kristín Guðmundsdóttir 4, Anna Úrsula Guðmundsdóttir 3, Gerður Arinbjarnar 2, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 1, Vigdís Birna Þorsteinsdóttir 1.
Mörk Selfoss: Perla Ruth Albertsdóttir 4, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 3, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 2, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 2, Hulda Dís Þrastardóttir 2, Agnes Sigurðardóttir 1.

Stjarnan 25-27 ÍBV (12-11)
Mörk Stjörnunnar: Hanna G.Stefánsdóttir 7, Ramune Pekarskyte 6, Stefanía Theodórsdóttir 3, Sólveig Lára Kjærnested 3, Aníta Theodórsdóttir 2, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 1, Aðalheiður Hreinsdóttir 1, Nataly Sæunn Valencia 1, Elena Birgisdóttir 1.
Mörk ÍBV: Ester Óskarsdóttir 8, Sandra Erlingsdóttir 7, Karólína Bæhrenz 4, Asun Batista 3, Shadya Goumaz 2, Kristrún Hlynsdóttir 2, Greta Kavaliauskaite 1.

Deila