Olísdeild karla | Rúnar þjálfar Stjörnumenn

Mynd: NordicPhotos/Getty

Rúnar Sigtryggsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik, hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í handbolta og tekur þar við búi af Einar Jónssyni. Rúnar stýrði nú síðast HBW Balingen í Þýskalandi, fjögur ár þar á undan EHV Aue og frá 2005 til 2010 var hann þjálfari Akureyrar.
Stjarnan hafnaði í sjöundan sæti nýafstaðinnar Olísdeildar karla og tapaði fyrir Selfossi í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

„Við hjá Stjörnunni erum afar ánægð með þessa ráðningu, og væntum mikils af Rúnari sem tekur við góðu búi af Einari Jónssyni og Vilhjálmi Halldórssyni. Við viljum þakka Einari Jónssyni fyrir þann tíma sem hann hefur verið hjá okkur og óskum við honum velfarnaðar á nýjum vígstöðum, einnig Vilhjálmi Halldórssyni sem hefur aðstoðað Einar í vetur og undafarin ár þökkum við fyrir frábært starf fyrir félagið“, segir í tilkynningu Stjörnunnar.

Deila