Olísdeild karla | Fyrstu stig Gróttu í spennuleik á nesinu

Einn leikur fór fram í Olísdeild karla í handbolta í kvöld.  Fyrir leikinn hafði Grótta tapað öllum sínum átta leikjum en Selfoss var um miðja deild með 10 stig.
Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi en heimamenn í Gróttu höfðu eins marks forsytu í hálfleik, 12-11.  Seinni hálfleikinn byrjaði Grótta mjög vel en Selfoss aftur á móti illa. Grótta skoraði 6 mörk á móti einu og staðan var 18-14 fyrir heimamenn.  Þegar þarna var komið við sögu voru ellefu minútur eftir af leiknum.  Þegar 35 sekúntur voru til leiksloka var Grótta með boltann í stöðunni 22-21 og þeir tóku leikhlé.  Þeir síðan töpuðu boltanum og Selfoss fór í sókn og Hreiðar Levý Guðmundsson sem átti stórleik með 19 varin skot, varði og Grótta tryggði sér sín fyrstu stig í deildinni.

Grótta 22-21 Selfoss (12-11)
Mörk Gróttu: Daði Laxdal Gautason 6, Nökkvi Dan Elliðason 5, Júlíus Þórir Stefánsson 5, Finnur Stefánson 4, Þórir Bjarni Traustason 1, Pétur Hauksson 1.
Varin skot: Hreiðar Levý Guðmundsson 19.
Mörk Selfoss: Teitur Örn Einarsson 5, Haukur Þrastarson 5, Atli Ævar Ingólfsson 4, Einar Sverrisson 4, Hergeir Grímsson 2, Sverrir Pálsson 1.
Varin skot: Sölvi Ólafsson 11, Helgi Hlynsson 3.

Deila