Olísdeild karla | Fjölnismenn höfðu stig af toppliðinu | Stórir sigrar hjá Selfossi, Haukum og Stjörnunni

Fjórir leikir voru á dagskrá Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld. Nýliðar Fjölnis höfðu stig af toppliði FH, en liðin gerðu jafntefli í Grafarvogi 30-30. Óðinn Þór Ríkharðsson var í miklum ham í liði FH og skoraði 15 mörk, eða helming marka sinna manna. Einar Rafn Eiðsson skoraði 9 mörk og þeir félagar sáu því um að skora 24 af 30 mörkum FH í leiknum. FH situr eftir sem áður í toppsæti Olísdeildar karla, hefur þriggja stiga forystu á ÍBV, sem á leik tíð góða, og unnið stig í kvöld lyftir Fjölni af botninum.
Selfoss vann stóran og öruggan sigur á ÍR í Breiðholti, 37-25, og mjakaði sér upp í þriðja sæti deildarinnar, í bili að minnsta kosti. Haukar rúlluðu yfir Aftureldingu 35-21 og sitja í fjórða sæti, stigi á eftir Selfyssingum og með jafnmörg stig og Valur, sem á leik til góða. Stjarnan hlóð svo í stærsta sigur kvöldsins, 41-21, gegn Víkingi og Garðbæingar jöfnuðu þar með ÍR-inga að stigum í sjöunda og áttunda sæti, bæði lið hafa 15 stig. Víkingur situr á botninum með fimm stig, stigi á eftir Fjölni.

Olísdeild karla | Úrslit kvöldsins
Fjölnir 30-30 FH (17-15)
Mörk Fjöln­is: Kristján Örn Kristjáns­son 7, Brynj­ar Lofts­son 4, Sveinn Jó­hanns­son 4, Sveinn Þor­geirs­son 3, Breki Dags­son 3, Björgvin Páll Rún­ars­son 3, Berg­ur Elí Rún­ars­son 2, Andri Berg Har­alds­son 2, Arn­ar Snær Magnús­son 1, Sig­fús Páll Sig­fús­son 1.
Mörk FH: Óðinn Þór Rík­h­arðsson 15, Ein­ar Rafn Eiðsson 9, Ásbjörn Friðriks­son 2, Ísak Rafns­son 2, Ágúst Birg­is­son 1, Jó­hann Birg­ir Ingvars­son 1.
ÍR 25-37 Selfoss (13-21)
Mörk ÍR: Sturla Ásgeirsson 6, Kristján Orri Jóhansson 5, Sveinn Andri Sveinsson 3, Orri Freyr Þorkelsson 2, Davíð Georgsson 2, Bergvin Þór Gíslason 2, Daníel Ingi Guðmundsson 2, Óðinn Sigurðsson 1, Elías Bóasson 1, Úlfur Kjartansson 1.
Mörk Selfoss: Teitur Örn Einarsson 10, Einar Sverrisson 10, Haukur Þrastarson 6, Árni Steinn Steinþórsson 4, Elvar Örn Jónsson 3, Richard Sæþór Sigurðsson 1, Sverrir Pálsson 1, Guðjón Baldur Ómarsson 1, Eyvindur Hrannar Gunnarsson 1.
Víkingur 21-41 Stjarnan (11-20)
Mörk Víkings: Víglundur Jarl Þórsson 5, Egidijus Mikalonis 5, Stefán Mickael Sverrisson 3, Jón Hjálmarsson 2, Jónas Bragi Hafsteinsson 2, Jakob Ingi Stefánsson 1, Birgir Már Birgisson 1, Bjartur Heiðarsson 1, Hjalti Már Hjaltason 1.
Mörk Stjörnunnar: Leó Snær Pétursson 7, Ari Magnús Þorgeirsson 7, Egill Magnússon 5, Sverrir Eyjólfsson 4, Dagur Snær Stefánsson 4, Andri Hjartar Grétarsson 3, Ólafur Rafn Gíslason 2, Hörður Kristinn Örvarsson 2, Hjálmtýr Alfreðsson 2, Garðar Benedikt Sigurjónsson 2, Starri Friðriksson 2, Bjarki Már Gunnarsson 1.
Haukar 35-21 Afturelding (17-14)
Mörk Hauka: Hákon Daði Styrmisson 7, Tjörvi Þorgeirsson 5, Halldór Ingi Jónasson 5, Daníel Þór Ingason 4, Árni Þór Sigtryggson 4, Adam Haukur Baumruk 3, Heimir Óli Heimisson 3, Atli Már Báruson 2, Björgvin Páll Gústavsson 1, Jón Þorbjörn Jóhannsson 1.
Mörk Aftureldingar: Mikk Pinnonen 6, Gestur Ólafur Ingvarsson 4, Ernir Hrafn Arnarson 4, Birkir Benediktsson 3, Böðvar Páll Ásgeirsson 2, Gunnar Kristinn Þórsson 1, Kristinn Hrannar Bjarkason 1.

Deila