Olísdeild karla | Finnur Ingi með slitna hásin

Mynd:grottasport.is

Finnur Ingi Stefánsson leikmaður Gróttu meiddist í leik gegn Fjölni í kvöld. Finnur Ingi var fluttur á sjúkrahús og við skoðun þar kom í ljós að hásin í vinstri fæti hafi slitnað. Þetta staðfesti Kári Garðarsson þjálfari Gróttu við mbl.is.

Þetta er mikið áfall fyrir Gróttu og Finn en hann hefur átt við hásinameiðsl að stríða í haust. Það er ljóst að þessi meiðsli munu halda Finn Inga frá handboltavellinum í þó nokkurn tíma og alls ekki víst að hann nái að hjálpa liði sínu meira á þessari leiktíð en Grótta á í harðri botnbaráttu.

Deila