Olísdeild karla | FH-ingar rúlluðu yfir Framara

FH-ingar tryggðu stöðu sína á toppi Olísdeildar karla í handknattleik með öruggum og sannfærandi sigri á Fram í kvöld, 39-26. FH-ingar höfðu tíu marka forystu í hálfleik, 22-12, og höfðu yfirburði á öllum sviðum eins og tölurnar bera með sér.
FH hefur nú þriggja stiga forystu á toppi Olísdeildarinnar, hefur 20 stig eftir tólf leiki, en Haukar og Valur eru í næstu sætum á eftir með sín hvor 17 stigin eftir ellefu leiki. Valur tekur á móti Gróttu annað kvöld og á sama tíma heimsækja Haukar ÍR-inga. Fram situr í níunda sæti sem fyrr, nú með 8 stig eftir tólf leiki. ÍR hefur einnig hlotið átta stig og Afturelding níu stig. Fjölnir er í tíunda sæti, næsta sæti á eftir Frömurum, með fimm stig, Grótta hefur fjögur stig í næstneðsta sæti og Víkingar sitja á botninum með þrjú stig.

FH 39-26 Fram (22-12)
Mörk FH: Gísli Þorgeir Kristjánsson 10, Jóhann Karl Reynisson 10, Einar Rafn Eiðsson 6, Óðinn Þór Ríkharðsson 6, Ásbjörn Friðriksson 3, Jakob Ásgeirsson 1, Þorgeir Björnsson 1, Arnar Freyr Ársælsson 1, Jón Bjarni Ólafsson 1.
Varin skot: Ágúst Elí Björgvinsson 22, Birkir Fannar Bragason 6.
Mörk Fram: Arnar Birkir Hálfdánsson 7, Andri Þór Helgason 6, Guðjón Andri Jónsson 3, Davíð Stefán Reynisson 2, Svanur Páll Vilhjálmsson 2, Sigurður Örn Þorsteinsson 2, Matthías Daðason 2, Lúðvík Thorberg Arnkelsson 1, Jónatan Vignisson 1.
Varin skot: Valtýr Már Hákonarson 6, Viktor Gísli Hallgrímsson 5.

Deila